Banaslys á Suðurlandsvegi

mbl.is

Banaslys varð á Suðurlandsvegi um fimmleytið í gær við Geitháls. Fólksbifreið var ekið á kyrrstæðan flutningabíl með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbifreiðarinnar, ungur karlmaður, lést. Flutningabifreiðin var mannlaus. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Eldur kom upp í bifreiðinni við áreksturinn og var dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sendur á staðinn til þess að slökkva eldinn auk sjúkrabíla og lögregluliðs. Miklar tafir urðu á umferðinni um Suðurlandsveg á meðan. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu að sögn Árna Þórs en rannsókn á slysinu stendur yfir.

Frétt mbl.is: Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert