Vilja að vörur frá hernumdu svæðunum verði merktar

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingis þess efnis að ríkisstjórninni verði falið „að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu.“ Fyrsti flutningsmaður er sem fyrr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Hér má lesa tillöguna í heild.

Tillagan var áður lögð fram í febrúar á þessu ári, auk þess sem efnislega sama tillaga var lögð fram árið 2013 og árið 2012.

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Víða um heim hafa stjórnvöld og neytendur vaknað til vitundar um að hluti útflutningsvara frá Ísrael eigi uppruna sinn ekki að rekja til svæða innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra Ísraelsríkis – en þá er miðað við landamæri ríkisins frá 1948 – heldur til ólöglegra landnemabyggða á hernumdum svæðum Palestínu, en þær eru einkum á vesturbakka Jórdanar og í austurhluta Jerúsalemborgar.“

Þar segir einnig: „Með þeim ráðstöfunum sem þessi þingsályktunartillaga kallar eftir yrði íslenskum neytendum gert kleift að taka sjálfir ákvörðun um hvort þeir vilja styðja efnahagslíf á ólöglegum landnemabyggðum á hernumdu svæðunum í Palestínu. Ekki er víst að sérmerking slíkra vara muni hafa mikil áhrif á viðskipti Íslands og Ísraels, heldur ættu þær frekar að gera vörur sem skráðar eru sem ísraelskar afurðir síður tortryggilegar.“

Vilja merkja vörur frá hernumdu svæðunum

Vörur frá hernumdum svæðum í Palestínu verði merktar

Vilja merktar vörur frá landnemabyggðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert