Vill sniðganga vörur frá Kína

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég legg til að við skoðum innkaupastefnu Alþingis um það hvort við eigum að kaupa vörur frá Kína,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún sagði að hvorki ætti að láta þrýsting frá stórum ríkjum né smáum ráða því hvernig haldið væri á málum.

Vísaði hún þar til ákvörðunar meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur þess efnis að sniðganga vörur frá Ísrael, en ákvörðunin var dregin formlega til baka á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Sagði hún að Reykjavíkurborg hlyti að ráða því hvernig hún hagaði innkaupum sínum. 

Velti Birgitta því fyrir sér hvort viðbrögðin hefðu verið jafn mikið ef eitthvert sveitarfélag hefði ákveðið að kaupa ekki vörur til að mynda frá Rússlandi. Hvort ríkisstjórnin hefði til að mynda farið að skipta sér af því og segja að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að gera það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert