Mál Annþórs og Barkar komið á dagskrá

Lög­regla fær­ir Annþór fyr­ir dóm í öðru máli sem hann …
Lög­regla fær­ir Annþór fyr­ir dóm í öðru máli sem hann var dæmdur fyrir.

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni hefst 15. október næstkomandi, en þá verða um tvö og hálft ár síðan ákæra var gefin út í málinu og tvö ár frá fyrstu fyrirtöku.

Í málinu er þeim gefið að sök að hafa veist að samfanga sínum og veitt honum högg á kvið með þeim afleiðingum að rof kom á milta og bláæð frá milta sem leiddi til dauða skömmu síðar vegna innvortis blæðinga.

Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdómi Suðurlands er málið á dagskrá bæði á fimmtudeginum og föstudeginum, en það er skráð frá átta um morgun til átta um kvöld. Fordæmi eru fyrir slíku, þótt algengast sé að dagskrá klárist milli fjögur og fimm. Þá er einnig opið fyrir að málið haldi áfram yfir á laugardag sé þess þörf.

Eins og fyrr segir hefur málið tekið gríðarlega langan tíma, en það stafar meðal annars af miklum töfum varðandi matsgerðir og dómkvaðningu yfirmatsmanna við að yfirfara þær niðurstöður. Þannig gerðist lítið í málinu í rúmlega hálft ár fram á byrjun þessa árs, en áður hafði meðal annars Hæstiréttur átalið drátt sem var á dómskvaðningu yfirmatsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert