Björgólfur ákærður í Frakklandi

Björgólfur Guðmundsson hefur verið ákærður af rannsóknadómara í Frakklandi.
Björgólfur Guðmundsson hefur verið ákærður af rannsóknadómara í Frakklandi. mbl.is/Kristinn

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður í Landsbankanum í Lúxemborg, hafa verið ákærðir af rannsóknadómara í Frakklandi vegna lána sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun bankakerfisins. Frá þessu er greint á vef Rúv, en þar segir að alls séu níu ákærðir í málinu. Auk Björgólfs og Gunnars eru það meðal annars Daninn Torben Bjerregaard Jensen, Svíinn Olle Lindfors og Belginn Failly Vincent, en þeir voru allir yfirmenn í bankanum í Lúxemborg.

Greint var frá því í september á síðasta ári að Björgólfur væri með stöðu grunaðs manns í rannsókninni. Tók rannsóknin fimm ár, en grunuðum gafst tækifæri til að senda rannsóknadómaranum andmæli og átti ákvörðun um ákæru að vera tekin í kjölfarið. Í málinu er uppi grunur um fjársvik og samningsbrot.

Gunnar sagði í nóvember að hann teldi ólíklegt að ákæra yrði gefin út„Það eru eng­in gögn sem hafa komið fram sem gefa til kynna að nein brot hafi verið fram­in. Mér finnst mjög ólík­legt að það verði gef­in út ákæra því ég get ekki ímyndað mér á hverju hún myndi byggj­ast,“ sagði Gunn­ar 

Viðskipta­vin­ir Lands­bank­ans í Lúx­em­borg telja sig hlunn­farna eft­ir að skipta­stjóri bank­ans fór að inn­heimta ákveðna teg­und lána sem voru veitt fyr­ir hrun, eða á ár­un­um 2006 til 2008. Þeir sem hafa ákveðið að leita rétt­ar síns eru flest­ir elli­líf­eyr­isþegar sem fengu fjár­muni lánaða út á verðmæt­ar hús­eign­ir sín­ar.

Í stað þess að fá fulla greiðslu fyr­ir fékk fólkið aðeins um 25% greitt út á meðan 75% fjár­mun­anna voru færðir í eign­a­stýr­ingu. Eft­ir hrun var haf­ist handa við að inn­heimta lán­in og eru viðskipta­vin­irn­ir ósátt­ir við hvernig staðið var að mál­um, þ.e. bæði varðandi upp­haf­leg­ar lán­veit­ing­ar en einnig vegna inn­heimt­unn­ar

Fjöldi er­lendra viðskipta­vina Lands­bank­ans í Lúx­em­borg hef­ur und­an­far­in ár leitað rétt­ar síns vegna til­tek­inn­ar teg­und­ar lána sem þeir tóku hjá bank­an­um fyr­ir hrun. Þetta voru aðallega elli­líf­eyr­isþegar sem áttu verðmæt­ar hús­eign­ir en ekki mikið lausa­fé. Fólkið fékk lánað út á allt verðmæti húss­ins en fékk ein­ung­is fjórðung greidd­an út. Þrír fjórðu voru sett­ir í eign­a­stýr­ingu þar sem féð var fjár­fest í skulda­bréf­um og hluta­bréfa­sjóðum.

Eft­ir hrun hóf skipta­stjóri Lands­bank­ans í Lúx­em­borg að inn­heimta þessi lán. Viðskipta­vin­irn­ir segja farið sín­ar ekki slétt­ir, bæði varðandi lán­veit­ing­ar bank­ans og hvernig skipta­stjór­inn hef­ur höndlað málið.

Gunn­ar Thorodd­sen, fyrr­ver­andi yf­ir­maður gamla Lands­bank­ans í Lúx­em­borg.
Gunn­ar Thorodd­sen, fyrr­ver­andi yf­ir­maður gamla Lands­bank­ans í Lúx­em­borg.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert