„Myndi slökkva á ÍNN“

Ingvi Hrafn Jónsson.
Ingvi Hrafn Jónsson.

Þingmannafrumvarp sem liggur fyrir Alþingi, sem skyldar fjölmiðlaveitur til að texta íslenskt myndefni, gæti kippt grundvellinum undan rekstri lítilla sjónvarpsstöðva.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en meðflutningsmenn eru úr Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Samfylkingu og VG.

„Ég myndi gjarnan vilja gera þetta en þetta myndi bara slökkva á ÍNN. Og ég fullyrði á öllum litlu stöðvunum. Ekki nema þá að það myndi fylgja frumvarpinu að stofnaður yrði sérstakur sjóður sem kostaði þetta. Kostnaðurinn við textunina er nefnilega alveg gríðarlegur,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, eigandi sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert