Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum.
Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum í gær. Voru þeir á tveimur jeppum frá bílaleigu og hlutu ökumennirnir hvor um sig hundrað þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaaksturinn. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn, sæju þau eftir athæfinu.

Náttúruspjöllin sem ökumennirnir skildu eftir sig ná yfir níu hektara svæði, eða 90 þúsund fermetra og höfðu þeir meðal annars spólað í hringi og ekið upp brekkur.  

Frétt mbl.is: 1 km för eftir utanvegaakstur

Skálavörður Ferðafélags Íslands (FÍ) segir að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. Verktaki félagsins sem kom að fólkinu telur ólíklegt að fólkið hafi ekki vitað að það væri að brjóta lög.

Skammaði fólkið og tilkynnti til landvarðar

„Þegar ég var búinn að taka myndir af förunum elti ég þau uppi og tók myndir af bílnúmerunum. Síðan stöðvaði ég þau og tilkynnti þeim að þetta væri eins ólöglegt og þau gætu hagað sér á Íslandi og skammaði þau aðeins,“ segir Eiríkur Finnur Sigursteinsson, verktaki hjá FÍ.

Hann varð vitni að utanvegaakstrinum og tilkynnti hann til landvarðar í Landsmannalaugum. Skömmu síðar kom lögregla á Hvolsvelli á staðinn og stóð fólkið að verki.

Hvernig brugðust ferðamennirnir við þegar þú gerðir athugasemd við utanvegaaksturinn?

„Þau voru miður sín. Ég var í svo vondu skapi að ég gaf þeim ekki færi á að útskýra mál sitt. Ég veit ekki hvort þau þóttust ekki vita að þau mættu þetta ekki,“ segir Eiríkur.

Hann bendir á að hann hafi sjálfur leigt bílaleigubíl um morguninn og á bílaleigunni hafi öllum átt að vera ljóst að óheimilt er að aka utan vega, svo skýrar hafi leiðbeiningarnar verið. Þá er einnig að finna leiðbeiningar í bílunum sjálfum.

Sjö kínverjar með hrífur á melunum

Kristinn Jón Arnarson, skálavörður FÍ í Landmannalaugum, segir að um sjö kínverska ferðamenn hafi verið að ræða sem hafi spólað í hringi og keyrt upp brekkur á stóru svæði.

Brá hann á það ráð að senda þau af stað með hrífur og gef þeim kost á að raka yfir skemmdirnar.  „Ég lét þau vita að ef þau sæju eftir þessu ættu þau að reyna að gera eitthvað í því og lét þau fá hrífur,“ segir Kristinn Jón í samtali við mbl.is.

Fólkið varði nokkrum tíma á melunum með hrífurnar og náðu að lagfæra skemmdirnar að einhverju leyti. Kristinn Jón bendir þó á að skemmdirnar séu á stóru svæði og því þurfi meira til en nokkra einstaklinga með hrífur til að laga þær. Ökumennirnir voru sektaðir á staðnum og greiddi hvort um sig hundrað þúsund krónur.

Aðspurður segir Kristinn Jón að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. „Því miður er þetta alltaf stórt vandamál hér,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hafi ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »

Kalla eftir verkefnum í tilefni aldarafmælis

15:25 Afmælisnefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar fullveldisins kallar eftir verkefnum á dagskrá hátíðarinnar sem fagnað verður á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt. Meira »

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi ritgerð

15:03 Kristjana J. Þorsteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerð í alþjóðasamskiptum. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, í samstarfi við Stjórnmálafræðideild HÍ veittu henni verðlaunin. Ritgerðin heitir „Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni“. Meira »

Krefjast varðhalds yfir erlendum manni

14:32 Erlendur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa veitt konu á Hagamel áverka sem leiddu til dauða hennar í gærkvöldi. Farið verður fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum í dag. Meira »

Bílvelta í Kömbunum

15:20 Bíll valt neðst í Kömbunum um eittleytið í dag. Fór bíllinn út af veginum og valt við það og voru lögregla og sjúkrabíll send á vettvang. Meira »

Sækja slasaðan ferðamann við Bláhnúk

14:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Bláhnúk við Landmannalaugar til að sækja slasaðan ferðamann. Tilkynning um slysið barst á þriðja tímanum í dag, en ferðamaðurinn var þar á ferð með gönguhópi. Meira »

Frumvarp um afnám uppreistar æru lagt fram?

14:10 Frumvarp um afnám uppreistar æru verður að öllum líkindum lagt fram á fundi forseta Alþingis með formönnum flokkanna, sem er nýhafinn í Alþingishúsinu. Meira »
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...