Ólíklegt að þau hafi ekki vitað betur

Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum.
Hér má sjá ummerki eftir utanvegaaksturinn í Landmannalaugum. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Sjö kínverskir ferðamenn brunuðu um mela skammt frá Hnausapolli í Landmannalaugum í gær. Voru þeir á tveimur jeppum frá bílaleigu og hlutu ökumennirnir hvor um sig hundrað þúsund krónur í sekt fyrir utanvegaaksturinn. Skálavörður fékk fólkinu hrífur og hvatti það til að jafna jarðveginn, sæju þau eftir athæfinu.

Náttúruspjöllin sem ökumennirnir skildu eftir sig ná yfir níu hektara svæði, eða 90 þúsund fermetra og höfðu þeir meðal annars spólað í hringi og ekið upp brekkur.  

Frétt mbl.is: 1 km för eftir utanvegaakstur

Skálavörður Ferðafélags Íslands (FÍ) segir að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. Verktaki félagsins sem kom að fólkinu telur ólíklegt að fólkið hafi ekki vitað að það væri að brjóta lög.

Skammaði fólkið og tilkynnti til landvarðar

„Þegar ég var búinn að taka myndir af förunum elti ég þau uppi og tók myndir af bílnúmerunum. Síðan stöðvaði ég þau og tilkynnti þeim að þetta væri eins ólöglegt og þau gætu hagað sér á Íslandi og skammaði þau aðeins,“ segir Eiríkur Finnur Sigursteinsson, verktaki hjá FÍ.

Hann varð vitni að utanvegaakstrinum og tilkynnti hann til landvarðar í Landsmannalaugum. Skömmu síðar kom lögregla á Hvolsvelli á staðinn og stóð fólkið að verki.

Hvernig brugðust ferðamennirnir við þegar þú gerðir athugasemd við utanvegaaksturinn?

„Þau voru miður sín. Ég var í svo vondu skapi að ég gaf þeim ekki færi á að útskýra mál sitt. Ég veit ekki hvort þau þóttust ekki vita að þau mættu þetta ekki,“ segir Eiríkur.

Hann bendir á að hann hafi sjálfur leigt bílaleigubíl um morguninn og á bílaleigunni hafi öllum átt að vera ljóst að óheimilt er að aka utan vega, svo skýrar hafi leiðbeiningarnar verið. Þá er einnig að finna leiðbeiningar í bílunum sjálfum.

Sjö kínverjar með hrífur á melunum

Kristinn Jón Arnarson, skálavörður FÍ í Landmannalaugum, segir að um sjö kínverska ferðamenn hafi verið að ræða sem hafi spólað í hringi og keyrt upp brekkur á stóru svæði.

Brá hann á það ráð að senda þau af stað með hrífur og gef þeim kost á að raka yfir skemmdirnar.  „Ég lét þau vita að ef þau sæju eftir þessu ættu þau að reyna að gera eitthvað í því og lét þau fá hrífur,“ segir Kristinn Jón í samtali við mbl.is.

Fólkið varði nokkrum tíma á melunum með hrífurnar og náðu að lagfæra skemmdirnar að einhverju leyti. Kristinn Jón bendir þó á að skemmdirnar séu á stóru svæði og því þurfi meira til en nokkra einstaklinga með hrífur til að laga þær. Ökumennirnir voru sektaðir á staðnum og greiddi hvort um sig hundrað þúsund krónur.

Aðspurður segir Kristinn Jón að töluvert hafi verið um utanvegaakstur á svæðinu í sumar. „Því miður er þetta alltaf stórt vandamál hér,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðalmeðferð í máli Sveins hefst í dag

08:46 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en Sveinn er ákærður fyrir stófellda líkamsárás í Mosfellsdal 7. júní sl. Sá sem varð fyrir árásinni hét Arnar Jónsson Aspar, en hann lést í kjölfar hennar. Meira »

Vonskuveður í vændum

08:33 Hríðarbakki er væntanlegur úr norðri og síðdegis, upp úr kl. 16-17, mun veður versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Meira »

Vetrarfærð víða um land

08:03 Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Meira »

Nýti reynsluna uppbyggilega

07:57 „Að missa tvíburasystur mína í bílslysi er nokkuð sem mun fylgja mér alla ævi. Ég hef aldrei verið samur maður á eftir; þetta er stöðugt í huganum. Þó eru liðin tæp þrettán ár síðan þetta gerðist,“ segir Þórir Guðmundsson, lögregluþjónnn á Ísafirði. Meira »

„Sláandi að þurfa að bíða svona lengi“

07:37 Níræð kona sem fótbrotnaði aðfaranótt föstudags hefur legið inni á bráðadeild Landspítalans síðan þá með ómeðhöndlað fótbrot. Konan var sett í gifs frá nára og niður úr til að draga úr kvölum meðan hún bíður aðgerðar. Meira »

Stormviðvörun á morgun

06:40 Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu eða éljum um landið norðanvert frá þriðjudegi til föstudags. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Langtímaveikindi sliga sjúkrasjóð KÍ

05:30 Aukning langtímaveikinda meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands hefur leitt til þess að skerða þarf þann tíma sem félagsmenn eiga rétt á greiddum sjúkradagpeningum um 25%. Meira »

Gripinn glóðvolgur við þjófnað

05:47 Lögreglan handtók mann á fimmta tímanum í nótt við Fróðaþing sem liggur undir rökstuddum grun um að hafa brotist inn í bifreiðar. Meira »

Skýrslan um neyðarlánið í janúar

05:30 Skýrsla sem Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið með í vinnslu og lýtur að veitingu þrautavaraláns til Kaupþings í október 2008 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í janúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Meira »

Auðvelt að brjótast inn í snjallúr

05:30 Upp á síðkastið hefur verið fjallað um ákveðnar gerðir snjallúra, sem ætluð eru börnum. Úrin eru nettengd tæki með staðsetningarbúnað og gera foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barna sinna. Meira »

Fötin ganga í endurnýjun lífdaga

05:30 Um 300 manns afhentu Ungmennaráði Barnaheilla barna- og unglingaföt í gær þegar samtökin stóðu fyrir árlegri fatasöfnun í tilefni af afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Brjóta lög á eigendum

05:30 „Ég skil ekki að einhver geti fengið leyfi til að fara inn í húsnæði og bola annarri starfsemi út,“ segir Magnús Árnason, eigandi flugeldasölunnar Gullborgar við Bíldshöfða 18. Meira »

Telja sig vinmarga og hrausta

05:30 Hinn dæmigerði Íslendingur er býsna ánægður með lífið og tilveruna, hann telur sig búa í hreinu umhverfi og við mikil loftgæði. Hann á vin eða ættingja sem hann getur leitað til og ver næstum því fjórðungi tekna sinna í húsnæði og ýmsan kostnað sem því fylgir. Meira »

Hinsti hvílustaður hvutta og kisu

05:30 Á jörðinni Hurðarbaki í Kjós hvíla jarðneskar leifar meira en 200 gæludýra en þar hefur verið gæludýragrafreitur frá árinu 2002. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum vísindamanna

Í gær, 22:45 Engar ákvarðanir voru teknar á fundi Almannavarna nú í kvöld varðandi Öræfajökul. Óvissuástandi var lýst yfir á svæðinu í gær og hafa vísindamenn Jarðvísindastofnunar í dag unnið að því að rannsaka sýni sem safnað var í ferð þeirra, Veður­stof­unn­ar og Al­manna­varna yfir jökulinn í gær. Meira »

Músagangur slær met

05:30 Músagangur hefur verið áberandi í sveitum á Suðurlandi að undanförnu svo bændur þar muna vart annað eins.   Meira »

Óttast ekki hið ókomna

Í gær, 23:21 „Það eru allir afskaplega rólegir fyrir þessu,“ segir Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um aukna virkni sem verið hefur í Öræfajökli. Sigrún hefur lifað góðu samlífi við jökulinn alla sína ævi og býst ekki við að það muni breytast í bráð. Hún fylgist þó grannt með gangi mála. Meira »

Tólf fluttir á sjúkrahús

Í gær, 22:32 Alls voru 12 fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi á sjötta tímanum í dag. Andri Heide, yfirlæknir í Ólafsvík, sem var fyrstur á vettvang, segir aðstæður hafa verið hryllilegar. Svo slæmar að einn sjúkrabílanna með reyndan bílstjóra hafi fokið af veginum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...