15 hrunmál eru enn í rannsókn

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hinn 1. janúar nk. tekur embætti héraðssaksóknara til starfa, en þar munu starfa um 50 manns. Um leið verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sem er meðal umsækjenda um embætti héraðssaksóknara, segir að enn séu um 15 mál sem tengjast hruninu, til rannsóknar hjá embættinu, en markmiðið sé að ljúka rannsókn flestra fyrir áramót.

Ólafur segir í Morgunblaðinu í dag, að rannsókn allra mála frá 2009 væri lokið og að rannsókn á fjórum málum frá árinu 2010 lyki á næstu tveimur vikum. Þá seir hann að embættið hafi lokið rannsókn á þónokkrum málum að undanförnu og þau væru nú til lokaákvörðunar hjá embætti ríkissaksóknara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert