Ásakanirnar stoðlausar

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Lögmaður Landsbankans, Bernard Dartevelle, hafnar ásökunum sem koma fram í ákæru fransks rannsóknardómara gegn fyrrverandi stjórnendum bankans í Lúxemborg. Ákæran byggi ekki á neinum efnislegum sönnunargögnum fyrir utan einn tölvupóst, að því er fréttaveitan AFP greinir frá.

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, og Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður hjá dótturfélagi bankans í Lúxemborg, eru á meðal níu fyrrverandi forsvarsmanna bankans sem hafa verið ákærðir í Frakklandi fyrir að blekkja viðskiptavini.

„Dómarinn hefur eingöngu reitt sig á yfirlýsingar einstaklinga (e. civil parties),“ hefur AFP eftir Dartevelle.

Gunnar sagði við mbl.is í dag að ákæran kæmi honum á óvart. Engin sönnunargögn lægju fyrir sem bentu til þess að nokkuð misjafnt hefði átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert