Ísland úr dómínókubbum

Hvert verk hjá Alexander tekur marga klukkutíma og þá kemur …
Hvert verk hjá Alexander tekur marga klukkutíma og þá kemur stór stofa foreldranna sér vel enda mörg verk hans stór.

Alexander Dings frá Þýskalandi, sem nefnir sig einnig AnnoDomino, setti nýlega inn myndband á Youtube þar sem 22 þúsund dómínókubbar falla og mynda meðal annars Ísland, íslenska hestinn, orðið Eyjafjallajökul og lunda. Alls sjást 11 verkefni í myndbandinu, sem er 90 sekúndna langt og tók það Alexander marga klukkutíma að undirbúa hvert þeirra. Hann réðst í þetta viðfangsefni eftir Íslandsheimsókn í sumar en systir hans er í námi í Háskóla Íslands.

„Ég hef lengi byggt úr dómínókubbum og það fer mikill tími í hvert smáatriði. Það tekur nokkra klukkutíma að vinna hvert verkefni og þetta voru 11 verkefni þannig að það er hægt að gera sér í hugarlund sér hvað þetta tók langan tíma. En maður venst því þegar dómínó er áhugamálið manns,“ segir þessi geðþekki Þjóðverji.

Ánægður í gleðigöngunni

Hann og fjölskylda hans hafa komið til Íslands tvö undanfarin ár og séð og upplifað ýmislegt. „Við höfum ferðast töluvert í kringum höfuðborgarsvæðið á okkar eigin vegum. Skemmtilegasti hluti ferðanna fannst mér þegar við leigðum bíl annað árið og ferðuðumst um Suðurland. Fórum meðal annars til Eyrarbakka sem ég heillaðist af. Þar var fallegt og notalegt.

Ég var í Reykjavík þegar gleðigangan var haldin. Ekkert sýnir betur að mínu mati en sú ganga hvernig fólk er á Íslandi. Hún var líka stærri en ég hélt, ég vissi ekki einu sinni að það væru til svona margir Íslendingar,“ segir hann og hlær.

Hann segir að náttúran og húmor Íslendinga hafi heillað sig ásamt rólegheitunum.

„Jafnvel þótt Reykjavík sé að drukkna í ferðamönnum þá er borgin notalegri en venjuleg borg í Evrópu.“

Alexander byrjaði að byggja úr dómínókubbum sjö ára gamall. Hann …
Alexander byrjaði að byggja úr dómínókubbum sjö ára gamall. Hann hefur komið til Íslands síðastliðin tvö ár.
Alexander Dings.
Alexander Dings.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert