Nauðlenti á Gardermoen

Flugvél Norwegian þurfti að nauðlenda á Gardemoen í morgun
Flugvél Norwegian þurfti að nauðlenda á Gardemoen í morgun Ljósmynd Rúnar Friðgeirsson

Flugvél Norwegian á leið frá Þrándheimi til Óslóar þurfti að nauðlenda á Gardermoen-flugvelli eftir að viðvörunarljós um að eldur væri í hjólabúnaði vélarinnar kviknuðu. Rúnar Friðgeirsson var um borð í vélinni en lendingin gekk að óskum.

Að sögn Rúnars urðu tafir á flugtaki í Þrándheimi í morgun en flugvirkjar voru að störfum allt fram að brottför. Fljótlega eftir að vélin var komin í loftið var tilkynnt að farþegar þyrftu að spenna beltin og vélinni yrði nauðlent á Gardermoen.

Mikill viðbúnaður var á flugvellinum að sögn Rúnars en lendingin gekk vel. Margir slökkviliðsbílar og sjúkrabílar voru við flugbrautina. 

Rúnar segir aðspurður að sér hafi ekki verið mjög brugðið en auðvitað hafi ýmislegt komið upp í hugann enda ekki lent í þessu áður. Rúnar er á leið til Íslands en vegna þessa missti hann af fluginu heim og bíður nú á flugvellinum eftir að frétta af framhaldinu. Eins hefur farangurinn farið á eitthvert flakk því hann hefur ekki enn borist.

Um fimmtíu voru um borð í flugvélinni en að sögn Rúnars er líklegast að viðvörunarljós hafi kviknað um að eldur væri í hjólabúnaði vélarinnar. Í ljós kom að ekkert var að hjólabúnaðinum.

Frétt VG

Mikill viðbúnaður var á Gardemoen í morgun
Mikill viðbúnaður var á Gardemoen í morgun Ljósmynd Rúnar Friðgeirsson
Frá Gardemoen í morgun
Frá Gardemoen í morgun Ljósmynd Rúnar Friðgeirsson
Flugvél Norwegian á leið frá Þrándheimi til Óslóar þurfti að nauðlenda á Gardemoen flugvelli eftir að aðvörunarljós um að eldur væri í hjólabúnaði vélarinnar. Rúnar Friðgeirsson var um borð í vélinni en lendingin gekk að óskum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert