Mikil sóun í menntakerfinu

Halli er á rekstri nokkurra framhalds- og háskóla miðað við framlög ríkisins samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á fyrstu sex mánuðum ársins.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að endurskoða skólakerfið í heild. Sérstaklega í ljósi þess að samanburðartölur frá OECD sýni að þótt miklu fé sé varið í skólakerfið endurspeglist það ekki í námsárangri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlagafrumvarpsins á fyrri hluta árs kemur m.a. fram að margir skólar eru með uppsafnaðan halla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert