Dalurinn undirlagður af vatni

Mikill kraftur var enn í hlaupinu þegar blaðamaður og ljósmyndari …
Mikill kraftur var enn í hlaupinu þegar blaðamaður og ljósmyndari mbl.is flugu yfir það upp eftir Skaftárdal síðdegis í dag. mbl.is/Kjartan

Skaftárhlaupið sem nú stendur yfir er það stærsta sem sögur fara af. Allur Skaftárdalur er meira eða minna undirlagður af vatninu sem berst frá Skaftárjökli og hefur einangrað innstu bæina þar frá umheiminum.

Ljósmyndari og blaðamaður mbl.is flugu upp með Skaftárdal nú síðdegis í dag. Enn var mikill kraftur í hlaupinu. Sums staðar barðist það fram af miklum ofsa en annars staðar höfðu myndast víðáttumikil og gráleit lón. Fyrir framan bæinn Svínadal hafði mikið en stillt vatn fyllt túnin. Vatnið hefur víða flætt yfir veginn inn með dalnum.

Suðvestan við Ása hefur hlaupið flætt yfir talsverðan hluta af Eldhrauni. Síðustu fréttir herma þó að eftir að varnargarður brast ofan við Múla hafi vatnið lækkað um nokkra metra við brúna yfir Eldvatn við Ása.

Hlaupið hefur kaffært umtalsverðum hluta Eldhrauns.
Hlaupið hefur kaffært umtalsverðum hluta Eldhrauns. mbl.is/Kjartan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert