Fjöldi fólks fylgist með hlaupinu

Rennsli í Eldvatni við Ása er ennþá vaxandi og var …
Rennsli í Eldvatni við Ása er ennþá vaxandi og var það 2.200 m³/s um tólfleytið. Myndin var tekin um ellefuleytið í morgun. Rax / Ragnar Axelsson

Fjöldi fólks hefur safnast saman við brúna við Eldvatn til að virða fyrir sér hlaupið og festa það á filmu. Almannavarnir hafa lokað brúnni af öryggisástæðum og girt svæðið af. Ekki er vitað hvort rennslið hefur náð hámarki en það er nú 2.200 m³/s í Eldvatni við Ása.

Víðir Reynisson, verkefnisstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi og fulltrúi Almannavarna, er við brúnn. „Hér er meira vatn en nokkrir hafa séð áður. Það brýtur mikið úr landinu í kring, það er mikill hamagangur,“ segir hann.

Gríðarlegt tjón er að verða ræktuðu landi í Skaft­ár­dal vegna Skaft­ár­hlaups sem lík­lega er það stærsta í sög­unni. Búið er að loka aust­asta hluta Skaft­ár­tungu­veg­ar (208) vegna hlaups­ins. Ekki hefur þurft að loka fleiri vegum en fylgst er með nokkrum stöðum á þjóðvegi 1.

„Við sjáum þar sem við stöndum að landið er að rofna og það er að flæða inn á kálakra og mikið af grónu landi er að fara undir. Það er mikill leir og drulla í þessu sem verður eftir þegar landið fer,“ segir Víðir.

Hér að  neðan er myndskeið sem Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi, tók í morgun.

Smá myndband fyrir ykkur. Þetta er að verða frekar óraunverulegt. Það er bókstaflega allt að fara á kaf í í svart leðjuvatn.

Posted by Auður Guðbjörnsdóttir on Friday, October 2, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert