Gefa 100.000 krónur í verkfallssjóð

Félagsfundur í kirkjutröppunum á Akureyri.
Félagsfundur í kirkjutröppunum á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lögreglufélag Eyjafjarðar ákvað á félagsfundi sínum sem haldinn var í dag að gefa bæði Sjúkraliðafélaginu og SFR 100.000 krónur hvoru í verkfallssjóð komi til verkfalls félaganna 15. október.

Félögin hafa ásamt Landsambandi lögreglumanna verið í samfloti í kjaraviðræðum, en verkfall félaganna tveggja hefur verið boðað um miðjan mánuðinn. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og gera þetta til að styðja við félögin, en í yfirlýsingu frá Lögreglufélagi Eyjafjarðar segir að komi til verkfalls félaganna muni félagsmenn þeirra verða af tekjum vegna verkfallsins.

Í yfirlýsingunni harmar félagsfundurinn að lögreglumenn hafi ekki verkfallsrétt og geti þar af leiðandi ekki beitt því vopni í kjarabaráttu sinni. Fundurinn hafi því samþykkt að sýna stéttarfélögunum tveimur þennan stuðning ef til verkfalls kæmi.

Félagsfundurinn var haldinn á Akureyri og var vel sóttur af lögreglumönnum frá Eyjafjarðarsvæðinu, sem og frá Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík.

mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert