Hæstiréttur fjallar um hæfi Guðjóns

Málið er nú komið til Hæstaréttar sem mun kveða upp …
Málið er nú komið til Hæstaréttar sem mun kveða upp sinn dóm. mbl.is/Styrmir Kári

Sérstakur saksóknari hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari muni ekki víkja sæti í Aur­um Hold­ing-mál­inu.

Sérstakur saksóknari krefst þess að Guðjón viki sæti í málinu á þeim forsendum að ekki ríkti traust til hans eftir að hann hefði gert alvarlegar athugasemdir við starfsaðferðir embættisins. Fyrir vikið sé fyrir hendi réttmæt tortryggni um óhlutdrægni Guðjóns.

Guðjón kvað sjálfur upp úrskurðinn þann 23. september sl. Daginn eftir var hann kærður til Hæstaréttar.  

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við mbl.is, að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi sent gögn málsins til Hæstaréttar 30. september. 

„Við skiluðum síðan inn greinargerð í gær,“ segir Ólafur og bætir við hún þurfi að berast innan sólarhrings frá því kæra berst Hæstarétti. Verjendur hafa sömuleiðis skilað inn greinargerð.

„Nú liggur fyrir að dómurinn taki á málinu,“ segir Ólafur og bætir við að von sé á niðurstöðu innan skamms.

Guðjón víkur ekki sæti

„Það ríkir ekki traust“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert