MS biðst velvirðingar

Mjólkursamsalan
Mjólkursamsalan Eggert Jóhannesson

MS segist biðjast innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem gölluð stoðmjólk hefur valdið kaupendum og neytendum vörunnar. Þó hefur ekkert bent til þess í rannsóknum sem MS og óháð rannsóknarstofa gerðu að óæskilegar örverur hafi fundist í stoðmjólkinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag og segir þar að því hafi ekkert fundist sem bendir til nokkurs sem getur valdið sjúkdómum eða heilsutjóni.

Seinna í mánuðinum fær MS niðurstöður rannsókna sem verið er að framkvæma erlendis og verður þá einnig greint frá niðurstöðum þeirra þegar þær berast.

Þá segir að MS hafi farið mjög ítarlega yfir allar venjubundnar rannsóknir og mælingar sem gerðar voru innanhúss í framleiðsluferli vörunnar og þar hefur ekkert fundist aðfinnanlegt í reglubundnu eftirliti á vörunni nema að bragðgalli var staðfestur við endurtekið skynmat, 6 dögum eftir framleiðslu. Við sérstakar mælingar sem framkvæmdar voru fimmtudaginn 1. október mældist hækkun á svokölluðum fríum fitusýrum í vörunni, en þær losna úr fitu vörunnar og geta orsakað vont bragð í mjólkinni.

Í tilkynningunni segist MS vilja koma því á framfæra að starfsfólk MS sé mjög leitt vegna þessa atviks, og sérstaklega þar sem það er að fullu meðvitað um þann viðkvæma neysluhóp sem varan er ætluð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert