Skaftárhlaupið í myndum

Rennsli Skaftár fór úr um 120 rúmmetrum á sekúndu á miðnætti aðfaranætur föstudagsins upp í rúmlega 3.000 rúmmetra á sekúndu á miðnætti síðustu nótt. Það þýðir að rennslið 25 faldaðist á einum sólarhring. Erfitt er að gera þessum gríðarlegum kröftum og umfangi Skaftárshlaupsins góð skil í orðum og við slíkar aðstæður segja ljósmyndir oft meira en þúsund orð.

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson var á ferðinni í dag og tók meðal annars þessar myndir sem fylgja hér fréttinni, en þær segja meira en þúsund orð um það hvernig umhorfs var við Skaftá í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert