Vorum einu sinni „lélegust í bekknum“

Dagur ræðir við krakkana. Forsetahjónin fygljast með.
Dagur ræðir við krakkana. Forsetahjónin fygljast með.

Forvarnardagurinn er haldinn í tíunda sinn í dag en góður árangur hefur náðst í forvörnum frá því að hann var fyrst haldinn árið 2006. Rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í ljós að áfengis- og tóbaksnotkun unglinga í grunnskólum fer áfram minnkandi og standa þeir íslensku sig mjög vel í alþjóðlegum samanburði. Árið 1998 höfðu 42% aðspurðra 15-16 ára unglinga verið drukknir allavega einu sinni síðustu 30 dagana á undan. Í ár er sú tala 5% samkvæmt tilkynningu.

Dagur, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Dorrit Moussaieff forsetafrú, ræddi við nemendur við Vættaskóla í gær í tilefni af Forvarnardeginum. 

„Ég hef sagt það nokkrum sinnum áður en við erum að ala upp efnilegustu kynslóð unglinga frá upphafi. Maður hefur tilhneigingu til þess að halda að hlutirnir hafi verið betri í sinni barnæsku en svo er alls ekki. Öll línurit um neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna eru á niðurleið. Einu sinni vorum við „lélegust í bekknum“ af löndunum í Evrópu en nú horfa erlend ríki til Íslands og þeirra aðferða sem við höfum verið að beita í forvörnum. Þar er einkum þrennt sem kemur til. Í fyrsta lagi aukin samvera með foreldrum, í öðru lagi þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og að lokum að hvert ár sem líður án þess að unglingar byrji að drekka skiptir máli,“ er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu. 

Ólafur og Dorrit í Vættaskóla í dag.
Ólafur og Dorrit í Vættaskóla í dag.
Krakkarnir tóku vel á móti gestunum.
Krakkarnir tóku vel á móti gestunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert