Drekinn á Drekasvæðinu

Drekinn spúandi er úr stáli og stendur á nýja hafnargarðinum …
Drekinn spúandi er úr stáli og stendur á nýja hafnargarðinum við smábátahöfnina á Raufarhöfn. mbl.is/Erlingur B. Thoroddsen

Rafvirkjameistarinn Helgi Ólafsson afhjúpar listaverk sitt Drekann á nýja hafnargarðinum við smábátahöfnina á Raufarhöfn í dag.

„Smíðin tók nokkrar vikur en ég hef gengið með hugmyndina í maganum í mörg ár og þegar upplýst var að við værum á Drekasvæðinu ákvað ég að láta vaða,“ segir listamaðurinn í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Helgi hefur alla tíð búið á Raufarhöfn fyrir utan námstímann á Siglufirði. „Ég fékk pláss á rafmagnsverkstæði Síldarverksmiðju ríkisins,“ rifjar hann upp. „Ásgeir Bjarnason, sonur Bjarna Þorsteinssonar, föður Siglufjarðar, var meistari minn. Þar náði ég í yndislegustu konu í heimi, Stellu Þorláksdóttur, og við höfum flogist á síðan 1947!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert