Fleiri íslenskar rafbækur til sölu í lok árs á Amazon

Í lok árs verður hægt að kaupa fleiri íslenskar á …
Í lok árs verður hægt að kaupa fleiri íslenskar á Amazon. mbl.is/Ómar

„Í lok þessa árs mun úrval íslenskra rafbóka í stærstu rafbókabúð heims, Amazon, margfaldast.“

Þetta segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Samningar hafa náðst milli bókaútgáfunnar Forlagsins og Amazon um sölu á íslenskum rafbókum í gegnum vefinn amazon.com.

Lesendur geta því átt von á „nokkuð góðu úrvali bóka“ til kaups í gegnum vefinn. Ekki fékkst uppgefið að svo stöddu hversu margir eða hvaða titlar verða í boði. Þetta kom fram á málþinginu Bókin í rafheimum í Þjóðminjasafninu í gær, en um það er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert