Hætta á að Eldvatnsbrúin fari

Lögreglan hefur lokað veginum yfir brúna, en mikil hætta er …
Lögreglan hefur lokað veginum yfir brúna, en mikil hætta er talin á að hún fari vegna vatnavaxtanna. Mynd/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi hefur lokað allri umferð yfir Eldvatnsbrúna við Ytri-Ása, en mikil hætta er talin á að brúin muni fara vegna jökulhlaupsins úr eystri Skaftárkatlinum.

Mikið hefur grafið undan eystri stöpli brúarinnar á síðustu klukkutímum og er talin raunveruleg hætta á að stöpullinn sem grafið hefur undan gæti farið niður og brúna tekið af. Vegagerðamenn og lögregla eru á staðnum og fylgjast með framvindu málsins.

Stór stykki úr árbakkanum á þessum slóðum hafa brotnað og skolað út. Meðal annars bakkinn sem brúin stendur á og haldi sú atburðarás áfram þarf væntanlega ekki að spyrja að leikslokum.

Frá vettvangi núna rétt í þessu.
Frá vettvangi núna rétt í þessu. Mynd/Sigurður Bogi
Mynd/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert