Kvikmyndagerð velti 16 milljörðum

Frá tökum á kvikmyndinni Oblivion með Tom Cruise.
Frá tökum á kvikmyndinni Oblivion með Tom Cruise. Ljósmynd/True North/Birt með leyfi

Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni hefur velt um 75,3 milljörðum frá 2008 og fram á mitt þetta ár. Þar af er velta síðustu þriggja ára 42,8 milljarðar.

Tölurnar eru á verðlagi nú. Hagstofan tók þær saman að beiðni Morgunblaðsins. Veltan sló met í fyrra og var um 16 milljarðar. Hefur greinin vaxið hratt síðustu ár.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag spáir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, því að tekjur fyrirtækisins á næsta ári geti farið fram úr gamla metárinu 2012. Hafði fyrirtækið þá 4,3 milljarða í tekjur af erlendum kvikmyndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert