Óvissa um fjármögnun hafnarinnar

Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og nú liggur fyrir …
Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og nú liggur fyrir að Reykjaneshöfn ræður ekki við greiðslur af skuldum sínum.

Í gær tilkynnti Reykjaneshöfn að vegna dráttar á samningsbundnum greiðslum til hennar hefði höfnin óskað eftir fjármögnun frá Reykjanesbæ til að geta staðið skil á skuldbindingum sínum sem eru á gjalddaga 15. október næstkomandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sveitarfélagið ekki í stakk búið til að leggja höfninni lið.

„Við erum í viðræðum við kröfuhafa núna en það er alveg ljóst að ríkið verður að koma að þessu máli og leggja okkur lið með sambærilegum hætti og gert hefur verið vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík,“ segir Friðjón en skuldir Reykjaneshafnar eru m.a. tilkomnar vegna uppbyggingar í Helguvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert