Verkfall myndi ná til 4.600 félagsmanna

Um 1400 manns munu leggja niður störf í verkföllum SFR …
Um 1400 manns munu leggja niður störf í verkföllum SFR og SLFÍ náist ekki að semja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina mun lamast og öll almenn þjónusta ríkisskattstjóra verður „tekin úr sambandi“ náist ekki að semja í kjaradeilu SFR og Sjúkraliðafélags Íslands á næstum tveimur vikunum. Félagsmenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í vikunni og ef af verkfallinu verður leggja 4.600 manns niður störf. Áhrifin verða líklega mest á Landspítalanum en þar nær verkfallið til 300-400 sjúkraliða og þúsund annarra starfsmanna sem eru félagar í SFR. Fundað verður næst í deilunni hjá ríkissáttasemjara á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert