Sigur á Svíum í landskeppni í skák

Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis …
Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis í Grafarvogi

Afrekshópur, á aldrinum 10-23 ára, frá Skákdeild Fjölnis í Grafarvogi sigraði í landskeppni við sænska unglingalandsliðsmenn í bænum Uppsala í Svíþjóð. Lokaúrslit urðu 24-20 fyrir Fjölni.

Landskeppnin var fjögurra umferða skákmót og unnu Grafarvogsbúar tvær umferðir 6,5-4,5 en hinar tvær enduðu jafnt. Mótið var haldið í framhaldi af æfingu krakkanna með Jesper Hall aðalþjálfara sænska unglingalandsliðsins, segir í tilkynningu.

Nokkrir liðsmenn Fjölnis hækkuðu verulega á stigum eftir frækilega taflmennsku og mest þá Jón Trausti Harðarson  átján ára sem vann allar sínar fjórar skákir og hækkar við það um 83 stig. Hin 13 ára Nansý Davíðsdóttir, Norðurlandameistari stúlkna,  sýndi líka mátt sinn og megin og kom taplaus í gegnum mótið og hækkaði um 57 stig. 

Það voru þeir Carl Fredrik Jóhannsson, forseti sænska skáksambandsins, og Helgi Árnason, formaður Skákdeildar Fjölnis, sem skipulögðu æfingaferð Fjölnismanna og nutu styrkja frá fyrirtækjum og stofnunum til fararinnar. 

Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis …
Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis í Grafarvogi
Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis
Afrekshópur, á aldrinum 10 - 23 ára, frá Skákdeild Fjölnis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert