Ekkert komið fram um íkveikju

Betur fór en á horfðist í eldsvoðanum í Mosfellsbæ í …
Betur fór en á horfðist í eldsvoðanum í Mosfellsbæ í fyrrinótt. Eggert Jóhannesson

Rannsókn stendur yfir á eldsvoðanum sem kom upp í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ á aðfaranótt sunnudags. Ásgeir Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert hafa komið fram ennþá sem bendi til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Frétt mbl.is: Segir eldinn tilraun til morðs

Leigubílstjóri sem kom að brunanum og bjargaði tveimur börnum út úr húsinu sagði við Morgunblaðið í dag að hann hafi grunað að um íkveikju hafi verið að ræða. Ásgeir segir hins vegar að ekkert sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu.

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti aðfaranótt fimmtudags. Ásgeir segir að möguleg tengsl brunanna tveggja verði skoðuð eins og allir aðrir hugsanlegir möguleikar. Eins og staðan sé nú verði hins vegar ekki séð að nein tengsl séu á milli eldsins í Mosfellsbænum og í Breiðholtinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert