Hrísgrjón ekki oftar en 4 sinnum í viku

Hrísgrjón.
Hrísgrjón.

Viðmið um ráðlega neyslu hrísgrjóna og hrísgrjónavara verður breytt í þessum mánuði þegar Matvælastofnun gefur út nýjar ráðleggingar til neytenda um arsen í matvælum.

Ástæðan er niðurstaða rannsóknar sænska matvælaeftirlitsins á hrísgrjónum og hrísgrjónavörum á sænskum markaði sem leiddi í ljós hátt arsen-magn í hrísgrjónavörum.

Í kjölfarið breytti sænska matvælastofnunin viðmiðum sínum í septembermánuði. Í þeim viðmiðum er börnum og fullorðnum ráðlagt að neyta ekki hrísgrjóna eða vara úr hrísgrjónum oftar en fjórum sinnum í viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert