Í gæsluvarðhaldi vegna árásar

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert

Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn í tengslum við árás á Akranesi á föstudag var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. október á laugardaginn. Rannsókn málsins er sögð í fullum gangi en lögregla segist ekki geta gefið frekari upplýsingar um hana. Fórnarlambið liggur enn þungt haldið á gjörgæslu.

Árásin átti sér stað í heimahúsi á Akranesi á föstudag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Vesturlandi. Mikil rannsókn er nú í gangi og hafa yfirheyrslur og skýrslutökur staðið yfir síðustu daga. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er maðurinn sem varð fyrir árásinni í öndunarvél, þungt haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert