Kemur niður á löggæslu

Lögreglumenn á Akureyri á leið til fundar.
Lögreglumenn á Akureyri á leið til fundar. mbl.is/ Skapti Hallgrímsson

Staðan í kjaramálum lögreglumanna er farin að koma verulega niður á löggæslu í landinu. Svo segir í yfirlýsingu frá Félagi yfirlögregluþjóna sem send var Gunnari Björnssyni, formanni samningarnefndar ríkisins.

Í yfirlýsingunni lýsir stjórn FY áhyggjum á því að ekki hafi verið gengið til samninga við lögreglumenn. Samningar lögreglumanna hafi verið lausir frá 1. maí s.l. og ekkert hafi gengið að semja þrátt fyrir nokkra fundi.

Skorar stjórnin á samninganefnd ríkisins að taka til hendinni og semja við lögreglumenn í samræmi við niðurstöðu gerðardóms í málum BHM félaga og Félags hjúkrunarfræðinga.

„Lögreglumenn geta ekki mikið lengur sætt sig við að sanngjarnar kröfur virðast ekki virtar viðlits,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert