Löskuð brúin verður lokuð áfram

Þessi mynd var tekin síðdegis á laugardag þegar Skaftárhlaupið var …
Þessi mynd var tekin síðdegis á laugardag þegar Skaftárhlaupið var í rénun. Hér sést hve mikið hefur brotnað undan eystri stöplinum, sem er hér til hægri. Brúin er í raun í lausu lofti og því lokuð umferð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Brúin yfir Eldvatn við Ytri-Ása í Skaftafellssýslu hefur sigið um nokkra sentimetra síðustu daga og hætta er á að flaumur fljótsins grafi meira undan eystri stöpli brúarinnar með ófyrirséðum afleiðingum.

„Það er alls ekki hættandi á að hleypa umferð á brúna núna,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, verkfræðingur hjá brúardeild, í samtali við Morgunblaðið.

Vegagerðarmenn og fulltrúar Viðlagagtryggingar könnuðu aðstæður í gær en ljóst er að Skaftárhlaupið hefur skaðað brúna talsvert. Kanna á stöðuna betur í dag og eftir það ætti myndin að verða eitthvað skýrari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert