Mjólkin sögð ekki hafa verið skaðleg börnum

Matvælastofnun mun fylgjast áfram með rannsókninni.
Matvælastofnun mun fylgjast áfram með rannsókninni. AFP

Ekki greindust sjúkdómsvaldandi örverur í stoðmjólk sem var innkölluð í síðustu viku. Matvælastofnun segir að niðurstöður rannsóknar MS gefi ekki tilefni til að ætla að stoðmjólkin hafi verið skaðleg þeim börnum sem innbyrtu hana.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar (MAST), en þar segir að stofnuninni hafi borist niðurstöður rannsóknar MS á framleiðslulotu Stoðmjólkur sem innkölluð hafi verið í síðustu viku.

„Í lotunni mældist veruleg hækkun á svokölluðum fríum fitusýrum. Þær losna úr fitu vörunnar og geta orsakað vont bragð í mjólkinni. Ekki greindust sjúkdómsvaldandi örverur í mjólkinni og gefa niðurstöðurnar ekki tilefni til að ætla að Stoðmjólkin hafi verið skaðleg þeim börnum sem innbyrtu hana,“ segir í tilkynningu MAST.

Matvælastofnun mun fylgjast áfram með rannsókninni. Tekið er fram, að beðið sé frekari niðurstaðna úr sýnum sem send hafi verið erlendis til rannsóknar.

„Gefi þær tilefni til að endurskoða ofangreindar niðurstöður mun Matvælastofnun upplýsa frekar um málið.“

MS biðst velvirðingar

Innkalla Stoðmjólk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert