Nýtt gjald hjá borginni

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur.

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að setja gjaldskrá til innheimtu kostnaðar við útgáfu framkvæmdaleyfis og vegna vinnu við skipulagsmál.

Gjaldskráin tekur til útgáfu leyfa til framkvæmda, skjalagerðar, yfirlesturs gagna, auglýsinga, kynninga og allrar annarrar umsýslu og þjónustu sem embætti skipulagsfulltrúans í Reykjavík veitir.

Afgreiðslugjald er 10.500 krónur, en það er gjald sem greitt er við móttöku erindis um deili- eða aðalskipulagsbreytingu eða útgáfu framkvæmdaleyfis, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert