Segir eldinn tilraun til morðs

Betur fór en á horfðist í eldsvoðanum í Mosfellsbæ í …
Betur fór en á horfðist í eldsvoðanum í Mosfellsbæ í nótt þökk sé Böðvari. Eggert Jóhannesson

Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri var svo sannarlega réttur maður á réttum stað í fyrrinótt þegar hann bjargaði tveimur börnum út um glugga á brennandi húsi í Mosfellsbæ. Böðvar var nýbúinn að keyra unga stúlku heim til sín í Mosfellsbæ og villtist á leiðinni, gleymdi að taka beygju og sá þá eldglæringar í fjarska.

Böðvar ræddi við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Hann hafði verið niðri í miðbæ og var sendur í túr með tvær stúlkur. Önnur fór í Grafarvog og hin í Mosfellsbæ. Þegar hann hafði skilað henni af sér villtist hann og lenti í botnlanga. Það var þá sem hann sá eldglæringar, keyrði niður í botn á götunni og sá eldhafið. 

Frétt Morgunblaðsins: „Það fyrsta var að koma börnunum út“

Þetta er annar bruninn á skömmum tíma þar sem líf fólks er lagt í hættu með íkveikju en lögreglan telur að kveikt hafi verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti hinn fyrsta október þar sem töluverðar skemmdir urðu.

Þorsteinn Hallgrímsson býr við hliðina á húsinu og segir að íbúum í hverfinu sé eðlilega brugðið. „Þetta er morðtilraun og mjög alvarlegt atvik. Við í hverfinu erum í hálfgerðu áfalli enda er þetta friðsælt hverfi.“

„Mér líður vel og ég er glaður að allir hafi lifað þetta af. Það varð engum meint af og það er alltaf hægt að bæta húsið. En maður bætir ekki manntjón,“ sagði Böðvar í samtali við Morgunblaðið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert