„Stærri fiskur farinn að gefa sig“

Ólafur Viggó Sigurðsson skipverji á Hafdísi SU 220 með myndarlegan …
Ólafur Viggó Sigurðsson skipverji á Hafdísi SU 220 með myndarlegan þorsk við löndun föstudag. Ljósmynd/Guðlaugur Birgisson

„Það hefur fiskast vel síðustu vikur, en mikið verið af smáum fiski. Nú er stærri fiskur hins vegar farinn að gefa sig þannig að haustið lítur ágætlega út,“ segir Andrés Pétursson, skipstjóri á línubátnum Hafdísi SU 220.

Eskja á Eskifirði gerir bátinn út, en í sumar og haust hefur oftast verið landað í Neskaupstað. Aflinn hefur síðan verið keyrður til vinnslu hjá bolfiskvinnslu Eskju í Hafnarfirði þaðan sem fiskurinn fer á markaði í Evrópu.

Á síðasta fiskveiðiári kom þessi 15 metra, 30 tonna stálbátur með tæplega 1.740 tonn að landi, að stærstum hluta þorsk, og voru landanir 213 talsins. Sex eru í áhöfn bátsins, en fjórir róa hverju sinni, 10 dagar á sjó, 5 í landi er kerfið sem unnið er eftir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert