Tveimur neyðarblysum skotið á loft

mbl.is/Þórður

Tveimur neyðarblysum var skotið á loft yfir Reykjavík í gærkvöldi sem kallaði á nokkurn viðbúnað af hálfu Landhelgisgæslunnar.

Með aðstoð skipa í nágrenni borgarinnar var hægt að staðsetja blysin yfir Grafarvogi. Kannað var hvort nokkur skip á svæðinu væru í hættu. Þá reyndi lögreglan að komast að því hvaða nákvæmlega blysunum var skotið á loft en án árangurs.

Málið er litið alvarlegum augum en þungar sektir liggja við því að skjóta á loft neyðarblysum án þess að hætta sé á ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert