Blautt áfram á landinu

Búist er við talsverðri rigningu sunnan- og austanlands í fyrstu í dag samkvæmt veðurhorfum næsta sólarhringinn, en miklir vatnavextir hafa verið í ám á sunnan- og vestanverðu landinu.

Veðurspáin gerir annars ráð fyrir suðaustan 5-13 metrum á sekúndu, hvassast suðaustantil. Rigning verður um mest allt land og talsverð úrkoma sunnan- og austantil. Suðaustan 5-10 m/s verður um hádegi og rigning eða skúrir, en úrkomulítið fyrir norðan.

Suðaustan 8-15 m/s verða suðvestantil í kvöld og rigning. Suðaustan 5-10 m/s á morgun og rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðantil. Hiti verður á bilinu 4 til 12 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert