Fjármálaráðherra sýni óvirðingu

Lögreglumenn komu saman við Stjórnarráðið í síðustu viku til að …
Lögreglumenn komu saman við Stjórnarráðið í síðustu viku til að minna stjórnvöld á baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. mbl.is/Styrmir

Lögreglufélag Reykjavíkur (LR) segir að ríkisstjórnin vilji ekki semja við Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands og SFR. Staðan sé grafalvarleg og ástandið ólíðandi. Félagið segir fjármálaráðherra sýna fólki óvirðingu.  

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá LR, en þar kemur ennfremur fram að lögreglumenn séu æfir og að þolinmæðin sé á þrotum. Stjórn LR lýsi þungum áhyggjum af velferð lögreglumanna. 

Hún er svohljóðandi:

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur (LR) harmar að ekkert hafi þokast í samningsátt á fundi á milli LL, SLFÍ, SFR og SNR í dag. Augljóst er að SNR í umboði fjármálaráðherra er með öllu umboðslaus og ekki sé vilji hjá núverandi ríkisstjórn að semja við fyrrgreind félög. Fundurinn var því árangurslaus og ekki var boðað til nýs fundar. Staðan í samningaviðræðum félaganna við ríkið er grafalvarleg. Þessi skilaboð frá fjármálaráðherra verða ekki skilin á annan hátt en að ríkisvaldið telur að þessar stéttir eigi ekki að njóta sambærilegra launabreytinga og aðrar stéttir hjá hinu opinbera.

Þetta er með öllu ólíðandi og lýsir þetta mikilli óvirðingu fjármálaráðherra við fyrrgreindar stéttir.

Lögreglumenn eru æfir yfir þessu ástandi. Þolinmæðin á þrotum og lýsir stjórn LR þungum áhyggjum af velferð lögreglumanna.

Stjórn LR styður verkfallsaðgerðir SFR og SLFÍ heilshugar.

Félagar, snúum bökum saman, nú er komið nóg.“

Lítill vilji til að afstýra verkfalli

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert