Fyrsta kosningin um ESB í 40 ár

„Þetta er mikilvægur tímapunktur því þetta er í fyrsta skipti í meira en 40 ár sem breska þjóðin fær að kjósa um veruna í Evrópusambandinu,“ segir Vijay Ramajan, yfirmaður Evrópusviðs breska utanríkisráðuneytisins, um væntanlegt þjóðaratkvæði í Bretlandi sem hann ræddi um í Norræna húsinu í dag.

Hann segir málefni flóttamanna og innflytjenda vera ofarlega á baugi núna en telur ekki að þau komi til með að ráða ráða úrslitum í atkvæðagreiðslunni sem á að fara fram ekki síðar en á árinu 2017.

Áhersla breskra stjórnvalda sé á að ná fram breytingum á Evrópusambandinu og halda samstarfinu áfram. Betri tökum verði náð á sameiginlegum mörkuðum með ólíkum myntum sem hafi skapað miklar áskoranir. Þá þurfi umbætur á reglugerðum í viðskiptalífinu en einnig að koma í veg fyrir að breska velferðarkerfið sé misnotað af innflytjendum. 

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóð að fundinum í samstarfi við sendiráð Bretlands á Íslandi.

mbl.is ræddi við Ramajan í Norræna húsinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert