Góður hagnaður hjá lögfræðistofum

Stór dómsmál standa undir hluta tekna lögmannsstofanna.
Stór dómsmál standa undir hluta tekna lögmannsstofanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögfræðistofurnar Logos, Lex og BBA Legal skiluðu samanlagt 1.070 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.

Svipuð afkoma var hjá stofunum þremur í fyrra en hagnaður Logos dregst töluvert saman, eða um rúmar 100 milljónir meðan hagnaður BBA Legal eykst um 116 milljónir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tekjur félaganna þriggja námu tæpum 4,1 milljarði króna og stöðugildi voru að jafnaði 150 talsins. Flest voru þau hjá Logos eða 72, 55 hjá Lex og 23 hjá BBA Legal.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert