Gríðarmiklir vatnavextir vegna úrhellis

Þegar Skaftárhlaupið sjatnaði komu rigningarflóð í ár.
Þegar Skaftárhlaupið sjatnaði komu rigningarflóð í ár. mbl.is/RAX

Vatn var að sjatna í ám á Suðausturlandi í gær eftir gríðarmikla vatnavexti. Mjög mikið var í ám á Síðu og í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, á sunnudag og í fyrrinótt.

Áfram var búist við mikilli rigningu fram á nótt á svæðinu frá Mýrdalsjökli og austur á Höfn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Mjög mikil úrkoma var síðdegis á sunnudag og aðfaranótt mánudags.

Á vef Veðurstofu Íslands kom fram í gær að rennsli í Skálm hefði náð methæð. Hverfisfljót var í foráttuvexti og fór upp fyrir mælisvið. Á korti sem sýnir hlutfallstölu rennslis víða um land, það er rennsli í ám miðað við árstíma, voru flestir punktar rauðir sem merkir mjög mikið rennsli. Einungis á Austurlandi var venjulegt rennsli í ám.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert