Samningurinn gildi til 1. maí

Gangi Verkalýðsfélag Akraness og ríkið frá kjarasamningi í þessum mánuði …
Gangi Verkalýðsfélag Akraness og ríkið frá kjarasamningi í þessum mánuði gildir hann til 1. maí á næsta ári. Sigurður Bogi Sævarsson

Gangi Verkalýðsfélag Akraness og ríkið frá kjarasamningi í þessum mánuði gildir hann til 1. maí á næsta ári. Næsti fundur í kjaradeilunni verður 14. október. Kröfugerð verkalýðsfélagsins byggir á því að starfsfólk sveitarfélaganna fái sambærilegar hækkanir og verkafólk á almennum vinnumarkaði. 

Verkalýðsfélag Akraness vísaði kjaradeilu féalgsins vegna samnigns við Akraneskaupstað til ríkissáttasemjara fyrir skemmstu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar sem haldinn var í morgun og var farið yfir þá stöðu sem upp er komin. Þetta kemur fram á vef félagsins. 

Á fundinum í morgun var hinsvegar gengið frá samkomulagi um að ef að samningurinn klárast í þessum mánuði muni hann gilda frá 1. maí. Af þessari ástæðu var ákveðið að hittast aftur miðvikudaginn 14. október og fara yfir stöðuna en væntanlega fer að sjást til lands hvað þetta varðar enda er kröfugerðin byggð á því að starfsfólk sveitarfélaganna fái sambærilegar hækkanir og verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði sem er að taka laun eftir taxtakerfum, segir í fréttinni. 

Þar segir einnig að samninganefndunum greini á um sérákvæði félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert