Samstöðufundur í Straumsvík á morgun

Samstöðufundurinn verður við aðalhlið álversins í Straumsvík.
Samstöðufundurinn verður við aðalhlið álversins í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Boðað hefur verið til samstöðufundar hjá álverinu í Straumsvík á morgun en það er tekið af Rio Tinto Alcan, einum stærsta álframleiðanda í heimi. Stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða á morgun til þess að krefjast góðra og öruggra starfa hjá fyrirtækinu. 

Í tilkynningu segir að Rio Tinto hafi í auknum mæli nýtt sér lausráðna starfsmenn til vinnu um allan heim en slík vinna teljist til dæmis vera tímabundin, óformleg verktakavinna sem oftast er lágt launuð, utan kjarasamninga og hættuleg. 

 Kröfur starfsfólks og séttarfélaga hjá Rio Tinto um allan heim eru þessar: 

  • Fyrirtækið hætti að skipta út fastráðnum starfsmönnum fyrir lausráðið fólk.
  • Fyrirtækið veiti örugg, vellaunuð störf með góðum kjörum
  • Fyrirtækið þrýsti á byrgja og undirverktaka til að virða réttindi starfsmanna, að meðtöldum réttindum er varða heilsu- og öryggismál
  • Fyrirtækið virði réttindi starfsmanna og stéttarfélaga til þýðingarmikillar þátttöku í málum er varða heilsu og öryggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert