Seðlabanki fari að lögum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ítrekar nokkrum sinnum í áliti sínu um Sjóvármálið að refsiheimildir þurfi að vera skýrar.

Beinir Tryggvi þar orðum sínum fyrst og fremst að Seðlabankanum, sem kærði félagið Ursus fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Var málið síðan fellt niður af ákæruvaldinu.

Tryggvi rifjar upp að ákvæði í reglum um gjaldeyrismál hafi enda ekki verið talin eiga sér „fullnægjandi lagastoð svo beitt yrði refsingum við meintum brotum á þeim“, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert