Sigmundur fer á Skaftársvæðið í dag

Sigmundur Davíð forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð forsætisráðherra. Photo: Árni Sæberg

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun í dag skoða aðstæður á Skaftársvæðinu í kjölfar jökulhlaupsins sem varð úr eystri Skaftárkali í síðustu viku. Sigmundur mun meðal annars hitta sveitastjóra og oddvita Skaftárhrepps, en auk þess verða fulltrúar almannavarna á staðnum. Þetta staðfestir Eva Björk Harðardóttir, oddviti hreppsins.

Segir Eva að Sigmundi verði sýnt svæðið og þær skemmdir sem hafi orðið vegna hlaupsins. Á miðvikudaginn verður svo haldinn fundur fyrir heimamenn með Almannavörnum, Veðurstofunni, Bjargráðasjóði, Landgræðslunni og Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert