Þjófnaðaralda á Suðurnesjum

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Óvenjumargar tilkynningar um þjófnaði og innbrot bárust lögreglunni á Suðurnesjum í gær. 

Tilkynnt var um þjófnað á skjávarpa af veitingastað. Þá var farið inn í íbúðarhúsnæði og þaðan stolið fartölvu og veski með nokkur þúsund krónum í.  Úr annarri íbúð, sem brotist hafði verið inn í, var meðal annars stolið skarti, ryksugu, flatskjá, borvél, tölvuskjá og biblíu. Úr næstu íbúð fyrir ofan á sama stigagangi var búið að stela ryksugu, auk þess sem skemmdir höfðu verið unnar á húsnæðinu.

Þá var farið inn í bifreið í umdæminu síðastliðinn föstudag og þaðan stolið bakkmyndavél, um 40 geisladiskum, auk fleiri muna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert