Um 800 börn eru á BUGL

Á BUGL. Frá vinstri Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar, Unnur …
Á BUGL. Frá vinstri Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar, Unnur Heba Steingrímsdóttir, þjónustustjóri BUGL, og Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar. mbl.is/Golli

Talið er að 15-20% barna eigi við geðræn vandamál að stríða á hverjum tíma og 5% þurfi sérfræðiþjónustu.

Þetta sýna erlendar tölur og líklegt er að þessar tölur eigi einnig við um Ísland, að mati Guðrúnar Bryndísar Guðmundsdóttur, yfirlæknis göngudeildar barna- og unglingageðdeildar, BUGL. Þar er nú 771, börn og unglingar á aldrinum 4 til 17 ára, til meðferðar.

Um 120 börn eru á biðlista eftir þjónustu BUGL og segir Guðrún að það geti haft ýmsar afleiðingar að börn þurfi að bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu. „Það er dýrt að spara í þessum málaflokki,“ segir Guðrún í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert