Undirritun frestað í tvígang

Sáttafundur fer fram í dag og Salek-viðræður halda áfram.
Sáttafundur fer fram í dag og Salek-viðræður halda áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirritun nýs kjarasamnings Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna við ríkið hefur verið frestað öðru sinni að ósk ríkisins.

Til stóð að gengið yrði frá kjarasamningunum á mánudag í seinustu viku en því var frestað um eina viku að ósk ríkisins. Undirrituninni hefur nú á nýjan leik verið festað að beiðni ríkisins um tvo daga, að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar.

Ástæður frestunarinnar eru yfirstandandi viðræður milli heildarsamtaka vinnumarkaðarins, ríkisins og sveitarfélaga, í svonefndum Salek-hópi, um mótun nýs samningalíkans á vinnumarkaði og tilraunir til að ná samstöðu um launabreytingar og launaþróun á vinnumarkaði í tengslum við innleiðingu þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert