Valsmenn hf. halda sínu striki

Framkvæmdir á Valssvæðinu að Hlíðarenda. neyðarflugbrautin ofarlega til hægri.
Framkvæmdir á Valssvæðinu að Hlíðarenda. neyðarflugbrautin ofarlega til hægri. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir að yfirlýsing Ólafar Nordal, innanríksráðherra, hér í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, um að á meðan ríkið reki innanlandsflugvöll í Vatnsmýrinni, megi ekki reisa byggingar sem fari í bága við fluglínu og stefni flugöryggi í hættu, hafi engin áhrif á byggingaráform Valsmanna hf. á Hlíðarendasvæðinu.

„Við höldum bara okkar striki og höldum áfram okkar framkvæmdum, eins og þetta hafi aldrei verið sagt. Ráðherrann sagði þetta og pólitíkusar halda áfram að segja hitt og þetta og það hefur bara sinn gang,“ sagði Brynjar í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hann telur að umræðan um Reykjavíkurflugvöll sé og hafi lengi verið á villigötum. „Það er fyrir löngu búið að semja um lokun þessarar þriðju flugbrautar, sem nú er gjarnan nefnd neyðarflugbraut. Við munum byggja á Hlíðarenda og Reykjavíkurflugvöllur mun halda áfram starfsemi með tvær flugbrautir um langa framtíð. Það er mín staðfasta sannfæring,“ segir  Brynjar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert