Vilja að Ísland fullgildi samninginn

Höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í New York.
Höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í New York. Wikipedia

Þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögð fram á Alþingi í dag. Ísland er eitt af aðeins sex ríkjum sem eru aðilar að samningnum sem hafa ekki fullgilt hann. Alls hafa 151 af 157 aðildarríkjum að samningnum hafa fullgilt samninginn sem var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 13. desember 2006.

Markmið hans er að efla, verja og tryggja jafna stöðu allra einstaklinga. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skuli fötluðu fólki sömu mannréttindi og tækifæri og öðrum. 

„Í samningnum felst viðurkenning alþjóðasamfélagsins á því að fatlað fólk hafi í gegnum tíðina ekki notið sama réttar og tækifæra til samfélagsþátttöku og aðrir. Samningurinn byggist á félagslegri sýn á fötlun, sbr. 2. mgr. 1. gr. samningsins, sem segir að til fatlaðs fólks teljist m.a. þeir sem eru með langvarandi líkamlega, andlega eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun og sem verða fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra,” segir m.a. í greinargerð með þingsályktuninni.

Fyrsti flutningsmaður þingsálykunarinnar er Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og meðflutningsmenn eru 12 aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar. 

Þingsályktunina í heild sinni má sjá hér. 

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert